Góðir landsmenn

Nú er ég ekki mesti bloggari sem að sögur fara af, en maður á það til að grípa "pennan" og láta að sér kveða.

Núna þegar að styttist í kostningar fara væntanlega flestir að hugsa sig um hvað á að setja á þetta blað? nú er ég ópólitískasta manneskja sme að staðið hefur í fæturnar, en ég mynda mér skoðun á hlutunum eins og allir, hef ég til dæmis alltaf fylgst með "loforðum" og baráttum flokkana. EN ekki núna, ég hef bara ekki hugmynd um hvað hver er að segja eða lofa eða EKKI lofa. það eina sme að ég veit er það að ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa!!!

Á ég að gera eins og svo oft áður, kjósa bara þá sem að lofa sem allra mestu, og blóta svo öllu í sand og ösku þegar að hvert loforðið á fætur öðru er brotið, þó svo að ég hafi svo sem vitað það fyrir fram!

Eða á maður einfaldlega að kjósa þá sem að engu lofa og geta þar af leiðandi ekki valdið manni vonbrigðum ? Aðal spurningin hjá mér fyrir þessar kostningar er ESB og evra! Vil ég fara í esb, tel ég aðokkar ahgur battni við inngöngu í esb? ég hef bara ekki hugmynd, fyrir mér þá gæti ESB alveg eins staðið fyriir "Ekki Skila Blank". 

EN það sem að ég veit er það að við sem þjóð erum komin með meira en nóg af því að lifa við ríkisstjórn sem að stjórnar með stjórnleysi..

Við sem þjóð erum tilbúin til að standa saman, tilbúin til breytinga, sem að sýnir sig best á mótmælum sem að allir voru varir við, málið er bar  a það að þú knýrð ekki áfram vélarlausann bíl með því einu að fylla hann af bensíni!!

Til þess að við getum unnið saman að uppbyggingu hér í landi þurfum við réttann grunn fyrir það, við þurfum stjórn sem að styður við baki á okkur, við þurfum að geta stólað á það að þeir sem að fá meirihluta okkar atkvæða séu traustsins verðir.

Eða, á ég að skila auðu? sýna andstöðu mína á þessum jakkafata loforða fólki sem að gerir meira upp úr því að rífast innbyrgðis en að standa saman við uppbyggingu lands og þjóðar. Nei það er ekki rétt að skila auðu, því að ég vill ekki að mín örlög liggi í atkvæðum annara.

 

Smá pæling og vonandi ekki of mikkið af endurtekningum og stafsettningarvillum :)

 

Kv í bili

Anton


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband