Góðir landsmenn

Nú er ég ekki mesti bloggari sem að sögur fara af, en maður á það til að grípa "pennan" og láta að sér kveða.

Núna þegar að styttist í kostningar fara væntanlega flestir að hugsa sig um hvað á að setja á þetta blað? nú er ég ópólitískasta manneskja sme að staðið hefur í fæturnar, en ég mynda mér skoðun á hlutunum eins og allir, hef ég til dæmis alltaf fylgst með "loforðum" og baráttum flokkana. EN ekki núna, ég hef bara ekki hugmynd um hvað hver er að segja eða lofa eða EKKI lofa. það eina sme að ég veit er það að ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa!!!

Á ég að gera eins og svo oft áður, kjósa bara þá sem að lofa sem allra mestu, og blóta svo öllu í sand og ösku þegar að hvert loforðið á fætur öðru er brotið, þó svo að ég hafi svo sem vitað það fyrir fram!

Eða á maður einfaldlega að kjósa þá sem að engu lofa og geta þar af leiðandi ekki valdið manni vonbrigðum ? Aðal spurningin hjá mér fyrir þessar kostningar er ESB og evra! Vil ég fara í esb, tel ég aðokkar ahgur battni við inngöngu í esb? ég hef bara ekki hugmynd, fyrir mér þá gæti ESB alveg eins staðið fyriir "Ekki Skila Blank". 

EN það sem að ég veit er það að við sem þjóð erum komin með meira en nóg af því að lifa við ríkisstjórn sem að stjórnar með stjórnleysi..

Við sem þjóð erum tilbúin til að standa saman, tilbúin til breytinga, sem að sýnir sig best á mótmælum sem að allir voru varir við, málið er bar  a það að þú knýrð ekki áfram vélarlausann bíl með því einu að fylla hann af bensíni!!

Til þess að við getum unnið saman að uppbyggingu hér í landi þurfum við réttann grunn fyrir það, við þurfum stjórn sem að styður við baki á okkur, við þurfum að geta stólað á það að þeir sem að fá meirihluta okkar atkvæða séu traustsins verðir.

Eða, á ég að skila auðu? sýna andstöðu mína á þessum jakkafata loforða fólki sem að gerir meira upp úr því að rífast innbyrgðis en að standa saman við uppbyggingu lands og þjóðar. Nei það er ekki rétt að skila auðu, því að ég vill ekki að mín örlög liggi í atkvæðum annara.

 

Smá pæling og vonandi ekki of mikkið af endurtekningum og stafsettningarvillum :)

 

Kv í bili

Anton


Samhuga

Nú vill ég endillega benda á að þó svo að ég styðji einhuga mótmæli á ríkisóstjórnina, þá þarf fólk að átta sig á því að þetta er ekki stríð gegn Lögreglu, það er stríð sem að við viljum ekki og stríð sem að við munum ekki vilja, Lögreglan er að sinna sinni vinnu og þeir gera það misvel eins og allar stéttir þjóðfélagsins. EN hins vegar þá er það ríkisstjórnin sem að er ekki að sinna sínu og hefur ekki verið að gera svo árum skiptir.
Ef að við byggjum í lýðræðisríki, þá værum menn eins og allir í okkar blesuðu ríkisstjórn að setja í poka í hagkaupum, en það er því miður ekki í boði heldur því að það er hvergi verið að ráða fólk til starfa.
Beinum reiði okkar og gremju í rétta átt og pössum okkur á því að þetta breytist ekki í stríð við ranga aðilla. .

Baráttukveðjur og einhuga stuðningur. . . . .

mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggæsla...?

Núna ætla ég ekki að vera með hefðbundinn áróður á að Lögreglan sé glötuð og búin að tapa sér í stórmennsku, þó svo að þess háttar talsmáti hafi algerlega rétt á sér.
Ég er eins og flestir íslendingar búinn að sjá og heyra og fylgjast með þessum "aðgerðum" Lögreglunnar á síðustu misserum, og verð ég nú bara að segja að þó svo að það sé alls ekki auðvelt að sinna starfi sem þessu þá er nú lágmark að menn í þessum stöðum geti haft á sér hemil og sýnt fram á þann þroska að láta ekki espa sig upp í einhverja vitleysu og hreint stjórnleysi.
Mikið var nú rætt um aðgerðirnar í Norðlingaholti, en þar var deginum ljósara að það átti að mæta með hart í huga, en nóg um það því af nægu er að taka.
Myndband sem að hefur farið um eins og eldur í sinu er af þessum blessaða pilt sem að Lögreglan greip hálstaki í verslun 10-11 á dögunum, ekki gat ég séð neina ástæðu fyrir því og hvort sem að pilturinn var með "kjaft" þá er nú lágmark fyrir laganna verði að geta sýnt stilli sína, þetta er ekkert nema líkamsárás og ekkert minna en það, en vegna þess að maðurinn er Lögregluþjónn þá er eins og málið bara deyji þar, ein umfjöllun í miðlum og síðan ekki sögunna meir.
En það sem að virkilega sló mig var videoið sem að er mest umtalað núna, þar sést Lögreglumaður úða mann með piparúða í andlit af einhverjum ástæðum sem að engum eru kunnar, gat ég ekki séð betur en að maðurinn var að hörfa undan þegar að úðinn var látinn fara. Í fréttum kom tilkynning frá yfirmanni þessa Lögregluþjóns þar sem að talað er um að um ræddur maður hafi fyrr um daginn gengið í skrokk á 2 öðrum? veit ég ekki mikið um það málefni, en ég get ekki séð að það réttlæti þetta mál á nokkurn hátt.
Hvar eru afsökunnabeiðnir frá Löggæslu? Er lögreglan það langt yfir alla hafin að geta ekki viðurkennt mistök og beðist afsökunnar!?
En að lokum fyrir alla þá sem að hafa séð þetta myndbrot frá bíladögum, þá var einnig talað um að Lögregluþjónninn sem að drengurinn greip í fæturna á hafi slasast töluvert, það er nú hentugt að það gerðist, sérstaklega fyrir þá.
Er ekki spurning að fá til starfa í Lögregluna menn sem að geta haft á sér hemil og stjórn, svo er líka ekki traustvekjandi að Laganna verðir, þeir sem að eiga að vernda okkur séu búnir til úr lélegu útrunnu brauði sem að ekki þolir minnsta átak...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband